Fara í efni
KA

KA hefndi fyrir tapið í bikarúrslitunum

Kvennalið KA sigraði nýbakaða bikarmeistara HK í Mizunodeild kvenna í blaki í Kópavogi í dag, í skemmtilegum fimm hrinu leik, 3:2.

Liðin mættust í bikarúrslitunum um síðustu helgi þar sem HK sigraði þannig að sigurinn í dag var sannarlega sætur. HK vann fyrstu hrinuna, KA þá næstu og HK vann þriðju hrinuna eftir mikla baráttu. Kópavogsliðið var því komið í ákjósanlega stöðu. KA stelpurnar neituðu hins vegar að gefast upp og unnu tvær síðustu hrinur leiksins með magnaðri spilamennsku.

Smelltu hér til að lesa ítarlega umfjöllun á heimasíðu KA.