KA
KA hafði betur gegn Eyjamönnum
28.09.2023 kl. 19:00
Sigurmarkinu fagnað! Sveinn Margeir Hauksson (30), Hallgrímur Mar Steingrímsson, sem skoraði úr víti, og Harley Willard. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA-menn sigruðu Vestmannaeyinga 2:1 í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið í dag. KA er þar með öruggt um efsta sæti í neðri hluta deildarinnar en Eyjamenn eru enn í fallsæti, þegar tveir leikir eru eftir.
Jóan Símund Edmundsson gerði fyrra mark KA af stuttu færi á 19. mínútu eftir undirbúning Ingimars Stöle en Jón Ingason jafnaði metin fyrir ÍBV aðeins þremur mín. síðar með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði sigurmark KA úr vítaspyrnu á 54. mín.
Meira síðar