Fara í efni
KA

KA gegn Þrótti og Vestra í bikarkeppninni

KA stelpurnar fagna í undanúrslitaleiknum gegn Álftanesi á dögunum.

Bikarmeistarar KA í blaki kvenna mæta liði Þróttar úr Fjarðarbyggð í undanúrslitum bikarkeppninnar og karlalið KA mætir Vestra. Úrslit bikarkeppninnar ráðast um næstu helgi, í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi eins og löng hefð er fyrir.

Undanúrslit karla fer fram á fimmtudaginn:

  • Vestri - KA 17.30
  • Hamar - Afturelding 20.15

Undanúrslit í kvennaflokki verða á föstudaginn:

  • Völsungur - HK 17.30
  • Þróttur F - KA 20.15

Sigurvegarar leikjanna mætast í úrslitum daginn eftir, laugardag 11. mars. Úrslitaleikur karla hefst kl. 13.00 og kvennaleikurinn er svo klukkan 15.30. Ríkissjónvarpið sýnir alla leikina, bæði undanúrslit og úrslit, í beinni útsendingu.

Sunnudaginn 12. mars eru úrslitaleikir yngri flokka á dagskrá og þar á KA lið í þremur úrslitaleikjum af fjórum. Stelpurnar í flokkum U14 og U16 leika til úrslita, svo og strákarnir í U16.