KA
KA fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld
03.11.2022 kl. 16:15
Dagur Gautason hefur leikið mjög vel með KA í haust. Hann var í herbúðum Stjörnunnar síðustu tvo vetur. Mynd af vef KA.
KA tekur á móti Stjörnunni í dag í Olís deild karla í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn hefst í KA-heimilinu klukkan 18.00.
Þetta er þriðji heimaleikur KA-strákanna í vetur; fyrst gerðu þeir jafntefli við ÍBV, 35:35, og burstuðu svo lið ÍR, 38:25. KA er með fimm stig eftir sex umferðir í deildinni en mótherji dagsins úr Garðabæ með einu stigi meira.
Á vef KA er þeim sem ekki komst á leikinn bent á að hann verður sýndur beint á sjónvarpsrás félagsins. Slóðin er hér og kostar aðgangur 1.000 krónur.