KA
KA átti litla möguleika gegn Haukum
Einar Rafn Eiðsson var allt í öllu í sóknarleik KA skv. handbolta.net. Einar Rafn gerði sjö mörk. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA tapaði fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 27:21, í 1. umferð Olísdeildar karla, efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta. Jafnt var að loknum fyrri hálfleik en Haukar stungu af og unnu mjög öruggan sigur skv. frásögn Ívars Benediktssonar á handbolta.net.
Einar Rafn Eiðsson gerði 7 mörk fyrir KA og Skarphéðinn Ívar Einarsson 5.
Smellið hér til að sjá umfjöllun handbolta.net.