Fara í efni
KA

KA á útivelli gegn Stjörnunni í bikarnum

Einar Rafn Eiðsson, lengst til vinstri, nýbúinn að hleypa af og boltinn um það bil að lenda í Stjörnumarkinu. Þetta var sigurmarkið í deildarleik liðanna í KA-heimilinu í lok september. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn mæta liði Stjörnunnar á útivelli í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta, Powerade bikarkeppninni. Dregið var í hádeginu.

Boðið verður upp á Hafnarfjarðarslag í átta liða úrslitunum og bikarmeistarar Aftureldingar mæta Íslandsmeisturum ÍBV í Eyjum.

Drátturinn var sem hér segir:

  • Valur – Selfoss
  • Stjarnan – KA
  • Haukar – FH
  • ÍBV – Afturelding

KA og Stjarnan hafa mæst einu sinni í vetur. KA sigraði 27:26 í hörkuleik á heimavelli í lok september í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins.

Bikarleikirnir eiga að fara fram sunnudaginn 11. og mánudaginn 12. febrúar. Fljótlega kemur í ljós hvorn daginn leikurinn í Garðabæ fer fram.