Fara í efni
KA

Ívar Örn: „Ef ekkert er brotið þá spila ég“

Varnarmaðurinn Ívar Örn Árnason meiddist í leik KA og Keflavíkur í Bestu deildinni í knattspyrnu í kvöld, þar sem KA-menn fögnuðu 4:3 sigri. Hann lenti illa á öxlinni seint í fyrri hálfleik og fór af velli, lék síðan fyrstu mínútur seinni hálfleiksins en þurfti að láta gott heita fljótlega.

„Ef ekkert er brotið þá spila ég,“ sagði Ívar við Akureyri.net í kvöld, spurður um möguleikana á að hann verði með í Evrópuleiknum við Dundalk á fimmtudaginn.

Þegar blaðamaður náði sambandi við Ívar beið hann eftir því að komast í skoðun á Landspítalanum. Sagði þá að ekki væri talið að hann hefði farið úr axlarlið en „þetta lítur samt ekki vel út,“ sagði Ívar og kvaðst mjög kvalinn.