KA
Ívar kjörinn bestur og Sveinn efnilegastur
01.11.2022 kl. 14:05
Ívar Örn Árnason og Sveinn Margeir Hauksson á lokahófi KA um helgina. Myndir af vef KA.
Varnarmaðurinn Ívar Örn Árnason var kjörinn besti leikmaður knattspyrnuliðs KA á nýliðnu keppnistímabili. Það eru leikmenn liðsins sem kjósa. Þeir kusu Svein Margeir Hauksson þann efnilegasta. Niðurstaðan var kunngjörð á lokahófi KA-manna; Evrópufagnaði KA í Sjallanum á laugardagskvöldið.
Framherjinn Nökkvi Þeyr Þórisson var kjörinn besti leikmaður KA í sumar af stuðningsmannahópnum Vinum Móða. Nökkvi Þeyr varð markakóngur Bestu deildar Íslandsmótsins í sumar og var kosinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum.
Nánar hér á heimasíðu KA.