Fara í efni
KA

Íslendingar höfðu ekki roð við Svíum

Rut Jónsdóttir í kröppum dansi í Eskilstuna í dag. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.

Ísland tapaði illa fyrir Svíþjóð, 30:17, í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta í Eskilstuna í dag. Tveir leikmenn KA/Þórs voru þar í eldlínunni, Rut Jónsdóttir – sem lék í 100. skipti með A-landsliðinu og var fyrirliði – og Unnur Ómarsdóttir.

„Leikurinn sýndi okkur muninn á liðunum tveimur. Við áttum í erfiðleikum með sóknarleikinn, sérstaklega í fyrri hálfleik og þá refsuðu þær sænsku okkur alveg í einum hvelli. Ég er hinsvegar afar stolt af liðinu okkar. Við héldum út því það hefði verið auðvelt að gefast upp,“ sagði Rut í samtali við handbolta.is eftir leikinn.

Rut gerði 3 mörk í leiknum og Unnur 1.

Smellið hér til að lesa viðtalið og sjá frekari umfjöllun Ívars Benediktssonar á handboltavef Íslands, handbolti.is. Ívar var í höllinni, einn íslenskra blaðamanna.

Unnur Ómarsdóttir í leiknum gegn Svíum í dag. Ljósmynd: Guðmundur Svansson.