Fara í efni
KA

Íslandsmeisturum KA/Þórs spáð 3. sæti

Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs, hampar Íslandsbikarnum eftir glæsilegan sigur á Val í úrslitarimmunni í vor. Ljósmynd: Sara Skaptadóttir.

Niðurstaða úr árlegum samkvæmisleik forráðamanna og fyrirliða handboltaliða Íslands var kunngjörð í gær; hverju þeir spá um röð liða deildanna þegar upp verður staðið í vor.

Íslandsmeisturunum, Stelpunum okkar í KA/Þór, er spáð þriðja sæti í Olís deild Íslandsmóts, en spámennirnir eru á því að Fram og Valur berjist hatrammlega um efsta sætið. Niðurstaðan er sú sama í spá sem handboltavefur Íslands, handbolti.is, stóð fyrir.

Spá fyrirliða og forráðamanna liðanna í Olís deild kvenna er þessi:

Fram 127 stig

Valur 126 stig

KA/Þór 118 stig

Stjarnan 99 stig

ÍBV 82 stig

HK 50 stig

Haukar 47 stig

Afturelding 23 stig

  • Fyrsta umferð Olís deildar kvenna verður um helgina. Íslandsmeistararnir fá þá ÍBV í heimsókn í KA-heimilið á laugardaginn. Leikurinn hefst klukkan 14.00.

Fjölbreytt umfjöllun um handbolta hér, á handbolti.is.