Fara í efni
KA

Íslandsmeistarar í 4. flokki í handbolta

Íslandsmeistarar! KA/Þór. Mynd: HSÍ.

Stelpurnar í 4. flokki KA/Þórs í handbolta unnu Val í framlengdum úrslitaleik Íslandsmótsins í dag. Bergrós Ásta Guðmundsdóttir skoraði 14 mörk og var valin maður leiksins.

Viðureign KA/Þórs og Vals var æsispennandi og fór í framlengingu, en þar hafði KA/Þór betur, 28-26. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22, en KA/Þór hafði tveggja marka forystu í leikhléinu. Bergrós Ásta Guðmundsdóttir úr KA/Þór var valin maður leiksins, en hún skoraði 14 mörk í leiknum. Þessi titill bætist í safnið með öðrum því stutt er síðan stelpurnar á yngra ári í 6. flokki hjá KA/Þór unnu Íslandsmeistaratitil. Glæsilegur árangur hjá ungu stelpunum í KA/Þór. 

Akureyri.net óskar þessum efnilegu handboltastelpum til hamingju með titlana!

Íslandsmeistarar í 6. flokki yngri - KA/Þór.


Best í úrslitaleiknum í 4. flokki, skoraði 14 mörk - Bergrós Ásta Guðmundsdóttir. Mynd: HSÍ.