KA
Íslandsbikarinn á loft í KA-heimilinu?
KA-liðið eftir sigurinn á Aftureldingu í fyrsta úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.
Kvennalið KA í blaki getur orðið Íslandsmeistari í kvöld. KA-stelpurnar taka á móti liði Aftureldingar og verða meistarar með sigri. KA hefur unnið Aftureldingu í tvígang í einvíginu, fyrst 3:0 heima og síðan 3:0 í Mosfellsbæ.
Leikurinn hefst klukkan 19.00 í KA-heimilinu. Aðgangur er ókeypis.