Fara í efni
KA

Ingvar Már Gíslason heiðursfélagi KA

Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Ingvar Már Gíslason, fyrrverandi formaður Knattspyrnufélags Akureyrar, var gerður að heiðursfélaga í 95 ára afmælisfagnaði félagsins í Hofi síðasta laugardag. Ingvar var formaður frá 2018 til 2022 og þar áður var hann varaformaður félagsins. Ingvar er hér ásamt Vigni Má Þormóðssyni varaformanni KA, til vinstri, og Eiríki S. Jóhannssyni formanni KA.