KA
Iðunn, Steingerður og Kimberley til Serbíu
16.09.2021 kl. 21:29
Mynd af heimasíðu Þórs/KA
Þrír leikmenn Þórs/KA, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir, voru valdar í landsliðshóp 17 ára og yngri í knattspyrnu, sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins síðar í mánuðinum.
Spilað er riðlum. Ísland mætir Norður-Írlandi, Spáni og Serbíu, og fer sá riðill fram í Serbíu 24. til 30. þessa mánaðar. Magnús Helgason er nýtekinn við sem þjálfari liðsins og er riðlakeppnin fyrsta verkefni hans. Efsta lið riðilsins í Serbíu, eins og sjö annarra, kemst í úrslitakeppni EM sem fram fer í Bosníu og Hersegóvínu næsta sumar.
Smellið hér til að sjá allan landsliðshópinn.