KA
KA-menn heimsækja Vestmannaeyinga í dag
28.06.2023 kl. 14:00
Bjarni Aðalsteinsson, fyrir miðju, fagnar eftir að hann skoraði í fyrri leik sumarsins við ÍBV á KA-vellinum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA-menn sækja Vestmannaeyinga heim í dag í Bestu deildinni í knattspyrnu, efstu deild Íslandsmótsins. Leikur liðanna hefst klukkan 17.00 á Hásteinsvelli.
KA hefur lokið 13 leikjum og er með 17 stig í fimmta sæti deildarinnar. ÍBV er hins vegar í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar með 10 stig eftir 12 leiki.
Fyrri leik liðanna í sumar, á Greifavellinum sunnan við KA-heimilið 15. apríl, lauk með öruggum 3:0 sigri KA. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson gerðu mörkin.
Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.