Fara í efni
KA

Í kvöld: KA tekur á móti Aftureldingu

Fjör í viðureign KA og Aftureldingar fyrir nokkrum misserum. Arnór Ísak Haddsson var ekki tekinn neinun vettlingatökum þegar einn Mosfellingurinn virtist ásælast treyju hans mjög. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA fær bikarmeistara Aftureldingar úr Mosfellsbæ í heimsókn í kvöld í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís deildinni. Leikurinn í KA-heimilinu hefst klukkan 19.30.

KA er í sjöunda sæti með átta stig að loknum sjö leikjum. KA hefur unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum.

Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig, einnig eftir sjö leiki. Liðið hefur unnið fimm leiki, gert eitt jafntefli og tapað í tvígang.