Fara í efni
KA

Hverjir komu til KA og hverjir eru farnir?

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson kom til KA á dögunum - Dusan Brkovic, sem lék gríðarlega vel í vörn KA síðustu ár, gekk til liðs við FH-inga í vetur. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Fyrsti leikur KA í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu verður í dag þegar HK úr Kópavogi kemur í heimsókn á Greifavöllinn sunnan við KA-heimilið. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KA frá síðustu leiktíð í knattspyrnunni. Þessir hafa komið og farið.

KOMNIR

Viðar Örn Kjart­ans­son frá CSKA 1948 Sofia í Búlgaríu
Hans Vikt­or Guðmunds­son frá Fjölni
Há­kon Atli Aðal­steins­son frá Völsungi (úr láni)
Kári Gauta­son frá Dal­vík/​Reyni (úr láni)
Þor­vald­ur Daði Jóns­son frá Dal­vík/​Reyni (úr láni)

FARNIR

Jóan Sím­un Ed­munds­son í Shkupi í Norður-Makedón­íu
Steinþór Freyr Þor­steins­son í Völsung
Dus­an Brkovic í FH
Alex Freyr Elís­son í Breiðablik (var í láni - er nú farinn til Fram)
Pæt­ur Peter­sen í KÍ Klaks­vík í Fær­eyj­um

LÁNAÐIR

Ívar Arn­bro Þór­halls­son í Hött/​Hug­in
Mikael Breki Þórðarson í Dalvík/Reyni