Fara í efni
KA

Húsheild-Hyrna byggir stúku og hús á svæði KA

Ólafur Ragnarsson, eigandi Húsheildar - Hyrnu, og Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar undirrituðu samninginn í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Vinna hefst von bráðar við byggingu stúku við nýjan gervigrasvöll á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar, svo og húss þar sem verður félagsaðstaða, búningsklefar, skrifstofur og fleira. Það er Húsheild - Hyrna á Akureyri sem byggir.

Skrifað var undir verksamning á KA-svæðinu í gær; það voru Ólafur Ragnarsson eigandi Húsheildar - Hyrnu og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sem munduðu pennana.

Verkið mun taka rúm þrjú ár. Því skal lokið 15. júlí árið 2027 skv. samningnum og mun kosta tæpa 1,8 milljarða króna.

  • Hér má sjá myndir frá Kollgátu sem sýna hvernig mannvirkin koma til með að líta út:
 
 

Allt klárt! Á KA-svæðinu eftir undirritun samningsins í gær, frá vinstri: Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, Ólafur Ragnarsson, eigandi Húsheildar - Hyrnu, Guðlaugur Arnarsson framkvæmdastjóri Húsheildar - Hyrnu, Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA og Heimir Örn Árnason,  formaður bæjarráðs Akureyrar. Mynd: Skapti Hallgrímsson