Fara í efni
KA

Hulda, Harpa, Jakobína og Ísfold semja áfram

Íris Egilsdóttir stjórnarmaður í Þór/KA og Hulda Björg Hannesdóttir fyrirliði liðsins. Mynd af vef Þórs/KA.

Knattspyrnukonurnar Harpa Jóhannsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir hafa allar framlengt samning við Þór/KA.

„Reikna má með að þessar fjórar verði á meðal lykilleikmanna félagsins á komandi tímabili og í framtíðinni. Harpa og Hulda Björg eru á meðal reyndustu leikmanna í ungum leikmannahópi félagsins. Hulda Björg var fyrirliði undanfarið ár og Harpa önnur af varafyrirliðum liðsins. Allir samningarnir gilda út árið 2024,“ segir í tilkynningu á vef liðsins.

Nánar hér á vef Þórs/KA