Fara í efni
KA

Hönnunarstaðall fyrir KA og merkið skv lögum

Merki Knattspyrnufélags Akureyrar - hægra megin er hin nýja, formlega útgáfa.

Merki Knattspyrnufélags Akureyrar hefur verið breytt lítillega. Formaður KA segir breytinguna gerða til að merkið sé eins og það eigi að vera skv. lögum félagsins.

„Við létum gera hönnunarstaðal fyrir félagið og skrá merkið hjá Hugverkastofu. Tilgangurinn er einfaldlega sá að tryggja hagsmuni félagsins og hvernig félagsmerkið er notað. Í leiðinni létum svo við uppfæra merkið svo það sé samkvæmt lögum félagsins. Svörtu línurnar utan um skjöldinn eru bara arfleifð frá gömlum tíma þegar erfiðara var að vinna með merkið,“ sagði Ingvar Már Gíslason, formaður KA, við Akureyri.net í dag.