Fara í efni
KA

Heimaleikur KA-manna loks á Akureyri

Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, á Akureyrarvelli síðasta sumar. Hann stígur loks inn á völlinn á ný í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA fær HK í heimsókn í Pepsi deildinni í knattspyrnu í dag, efstu deild Íslandsmótsins. Loksins geta KA-menn leikið á Akureyrarvelli (Greifavellinum) en til þessa hafa heimaleikir sumarsins farið fram á Dalvík. Leikurinn hefst klukkan 16.00.

Síðasti leikur á vellinum var einmitt þegar HK kom í heimsókn 24. september á síðasta ári. Liðin skildu þá jöfn, 1:1. 

KA er í fimmta sæti með 17 stig að loknum 11 leikjum en HK í næst neðsta sæti með 10 stig eftir 12 leiki. KA-menn léku fjórum sinnum á Dalvíkurvelli í sumar, unnu fyrst Leikni 3:0 en töpuðu síðan naumlega fyrir Víkingum, Valsmönnum og KR-ingum.