Fara í efni
KA

Handboltafólk á ferðinni um helgina

Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, og Þórsarinn Heimir Pálsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handbolta kvenna mæta bikarmeisturum Fram í dag í Reykjavík og Þórsarar taka á móti liði Fjölnis í næst efstu deild Íslandsmóts karla. Á morgun taka svo KA-menn á móti Afturelding í efstu deild karla.

14.00 Fram - KA/Þór

  • Fram er efst í deildinni með 27 stig eftir 17 leiki, Valur er með 24 stig eftir 17 leiki og KA/Þór með 21 stig að loknum 16 leikjum. Tvö efstu liðin komast beint í undanúrslitin en fjögur næstu leika um hin tvö sætin. Eftir viðureign á KA/Þór eftir fjóra leiki í deildinni. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport

16.00 Þór - Selfoss U

  • Þórsarar eru í fjórða sæti með 24 stig eftir 15 leiki og eygja enn von um að komast upp í efstu deild. Leikurinn er í Íþróttahöllinni og er sýndur beint hér á ÞórTV. 

KA - Afturelding 16.00 á morgun, sunnudag

  • KA er í sjötta sæti með 19 stig eftir 18 leiki en Afturelding með einu stigi minna, einnig eftir 18 leiki og er í áttunda sæti. Leikurinn verður sýndur beint hér á KATV.