KA
Hallgrímur sló 40 ára gamalt met gegn Fylki
04.09.2023 kl. 13:00
Hallgrímur Mar Steingrímsson náði merkilegum áfanga um helgina. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson náði merkilegum áfanga í efstu deild karla fótbolta í 1:1 jafnteflinu gegn Fylki í gær.
„Hallgrímur lék sinn 155. leik í röð með KA í deildinni og er þar með orðinn sá leikmaður sem hefur leikið flesta leiki samfleytt fyrir eitt félag í efstu deild, án þess að missa úr leik,“ segir Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaðurinn margreyndi á Morgunblaðinu, á mbl.is í morgun.
„Hann komst í gær upp fyrir Magnús Þorvaldsson, sem á sínum tíma lék 154 leiki í röð með Víkingi í deildinni. Magnús setti metið á árunum 1976 til 1983 þannig að hann hafði átt það í 40 ár, þangað til Hallgrímur sló það í gær.“
Smellið hér á til að sjá ýmsa fleiri fróðleiksmola Víðis á mbl.is í morgun