Fara í efni
KA

Hallgrímur Mar framlengir hjá KA

Hallgrímur Mar Steingrímsson er samningsbundinn knattspyrnudeild KA út árið 2025. Mynd: ka.is

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild KA út árið 2025. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins í dag. 

Hallgrímur spilaði fyrir skemmstu sinn 300. leik fyrir félagið og er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins að því er fram kemur í frétt félagsins. Af þessum rúmlega 300 leikjum eru 147 í efstu deild, sem er einnig félagsmet hjá KA. Hallgrímur hefur ekki misst af deildarleik með félaginu frá því að liðið fór upp í efstu deild haustið 2016. Nánar er fjallað um Hallgrím og feril hans með KA í frétt á vef félagsins.

KA leikur á fimmtudaginn síðari leik sinn í fyrstu umferð Sambandsdeildar Evrópu gegn welska félaginu Connah's Quay Nomads, en leikurinn fer fram á Park Hall Stadium í Oswestry. Hópurinn heldur utan í kvöld.