Fara í efni
KA

Hallgrímur bestur hjá KA og Ingimar efnilegastur

Hallgrímur Mar Steingrímsson, til vinstri, og Ingimar Stöhle ásamt Sævari Péturssyni, framkvæmdastjóra KA, sem afhenti viðurkenningarnar. Mynd af Facebook síðu KA.
Hallgrímur Mar Steingrímsson var kjörinn besti leikmaður knattspyrnuliðs KA á nýloknu keppnistímabili og Ingimar Torbjörnsson  Stöle sá efnilegasti. Það eru leikmenn, þjálfarar og stjórn sem velja. Hallgrímur var einnig markahæsti KA-maðurinn í sumar. Lokahóf KA-manna var haldið á Múlabergi á laugardagskvöldið.
 
Nokkrir leikmenn fengu síðan viðurkenningu fyrir að hafa náð ákveðnum fjölda spilaðra leikja í meistaraflokki fyrir KA í deild, bikar og Evrópukeppni. Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA afhenti allar viðurkenningar til leikmanna en Vignir Már Þormóðsson, varaformaður KA og lengi formaður knattspyrnudeildar, afhenti þá síðustu, Dorrann, sem Ragnar Már Þorgrímsson hlaut í ár fyrir frábært og ómetanlegt sjálfboðaliðastarf í þágu KA í gegnum árin. Gripurinn var á sínum tíma gefinn í minningu Steindórs Gunnarssonar.
 
Nánar hér á heimasíðu KA
 
 
100 leikir - Ívar Örn Árnason
 
 
100 leikir - Daníel Hafsteinsson
 
 
200 leikir - Hrannar Björn Steingrímsson
 
 
300 leikir - Hallgrímur Mar Steingrímsson
 
 

Ragnar Már Þorgrímsson, til vinstri, fékk Dorrann.