KA
Gummersbach fær Óðin lánaðan til áramóta
11.12.2021 kl. 13:49
Óðinn Þór Ríkharðsson í KA-heimilinu í vetur. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson, örvhenti hornamaðurinn snjalli í handboltaliði KA, hefur verið lánaðar til Gummersbach í Þýskalandi út árið. KA hefur lokið keppni í ár en þýska liðið á þrjá leiki eftir til áramóta.
Þjálfari Gummersbach er landsliðshetjan Guðjón Valur Sigurðsson, sem lék um tíma með KA áður en hann hélt út í heim. Meiðsli hrjá nokkra leikmenn hans og því tók Guðjón það til bragðs að óska eftir því að fá Óðin lánaðan. Gummersbach er í efsta sæti næst efstu deildar í Þýskalandi.
Nánar hér á heimasíðu KA.