KA
GULLREGN Í KA-HEIMILINU!
03.05.2022 kl. 21:50
Stemningin var frábær þegar KA-stelpurnar tóku við Íslandsbikarnum í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
Kvennalið KA í blaki varð Íslandsmeistari í kvöld og kórónaði þar með frábæran árangur í vetur.
KA-stelpurnar sigruðu Aftureldingu 3:0 í KA-heimilinu og hafa þar með unnið alla titla sem í boði voru á keppnistímabilinu; áður höfðu þær orðið deildarmeistarar og bikarmeistarar.
Vinna þurfti þrjá leiki í lokarimmunni til þess að fá Íslandsbikarinn afhentan og KA-liðið kláraði verkefnið með stæl. Allir leikirnir fóru 3:0; hrinurnar í kvöld enduðu 25:18, 25:19 og 25:16.
Stemningin var mögnuð í KA-heimilinu í kvöld, fjölmenni mætti til að fylgjast með og studdi vel við bakið á stelpunum.
Innilega til hamingju KA-menn!
Ljósmyndir: Þórir Tryggvason