KA
Gulldrengir KA í Gautaborg – MYNDIR
Ljósmyndir: Guðmundur Svansson
KA varð um helgina Partille Cup meistari í handknattleik karla í 16 ára flokki - eldra ári 4. aldursflokks, eftir 15:10 sigur á Önnereds HK frá Svíþjóð í úrslitaleik, eins og Akureyri.net greindi þá frá.
Partille Cup, sem fer fram í Gautaborg, er fjölmennasta handboltamót fyrir ungmenni sem haldið er í heiminum ár hvert.
Guðmundur Svansson ljósmyndari í Gautaborg fylgdist grannt með mótinu og býður hér til myndaveislu.