Fara í efni
KA

Gríðarlega mikilvægur leikur KA við Gróttu

Patrekur Stefánsson bar uppi sóknarleik KA í síðasta leik; gerði hvorki fleiri né færri en 13 mörk þegar KA tapaði fyrir ÍBV í Eyjum - ekkert þeirra úr víti. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA fær Gróttu í heimsókn í dag í Olís deild karla í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Stundum er talað um fjögurra stiga leiki og þessi er sannarlega einn slíkur; liðin eru nefnilega bæði með átta stig, Grótta í 9. sæti eftir 10 leiki og KA í 11. sæti, hefur lokið 11 leikjum. Átta lið komast í úrslitakeppnina þannig að viðureignir við lið á svipuðum slóðum í töflunni eru í raun enn mikilvægari en aðrar.

Leikurinn hefst í KA-heimilinu klukkan 17.00. Hægt er að horfa á hann í beinni útsendingu á KA TV fyrir 1.000 krónur. Smellið hér til að horfa.