Fara í efni
KA

Góður dagur hjá bæði KA og Þór

Ingimar Kristjánsson og Ion Perelló fagna marki þess síðarnefnda gegn Fylki í dag. Til hægri er Jakob Snær Árnason, sem gerði sigurmark KA gegn Val í Reykjavík. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímson

Karlalið fótboltamanna bæjarins unnu bæði góða sigra í dag; KA lagði Val 1:0 í Reykjavík í Bestu deildinni, lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni, og Þór sigraði topplið Fylkis 2:1 á heimavelli í síðustu umferð Lengjudeildar, næst efstu deildar Íslandsmótsins.

  • Það var Jakob Snær Árnason sem gerði sigurmark KA gegn Val.
  • Ion Perelló kom Þór yfir gegn Fylki í fyrri hálfleik, gestirnir jöfnuðu á annarri mínútu seinni hálfleiks en Sigfús Fannar Gunnarsson gerði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

Breiðablik er efst í Bestu deildinni með 51 stig en bæði Víkingur og KA eru með 43 stig. Víkingar teljast í öðru sæti þar sem þeir eru með betri markatölu. Valur er í fjórða sæti með 32 stig.

Nú hefst fimm leika „framlenging“ þar sem KA fær þrjá heimaleiki en tvo á útivelli. Liðin taka með sér stigin og eftir fimm umferðir til viðbótar liggur ljóst fyrir hverjir verða Íslandsmeistarar og hverjir komast í Evrópukeppni.

Þórsarar enduðu í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar með 30 stig.

Nánar um báða leikina seinna.