Fara í efni
KA

Góð byrjun U17 – fimm KA-strákar í liðinu

Sex KA-menn í Gautaborg! Frá vinstri: Heimir Örn Árnason þjálfari, Jens Bragi Bergþórsson, Óskar Þórarinsson, Magnús Dagur Jónatansson, Hugi Elmarsson og Dagur Árni Heimisson. Ljósmyndir: Guðmundur Svansson

Fimm KA-menn eru í U-17 landsliðinu í handbolta sem hóf keppni á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð í dag með tveimur sigrum:  Dagur Árni Heimisson, Jens Bragi Bergþórsson, Magnús Dagur Jónatansson, Hugi Elmarsson og Óskar Þórarinsson. Ísland sem byrjaði á því að vinna Lettland 30:22 og sigraði síðan Eistland 24:14.

Vert er að geta þess að þjálfararnir eru líka KA-menn: Heimir Örn Árnason og Stefán Árnason, sem nú starfar reyndar fyrir Aftureldingu. Mótið fer fram í Gautaborg og leiktíminn í riðlakeppninni er 2 x 20 mínútur.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 8 mörk, Magnús Dagur Jónatansson 5, Dagur Árni Heimisson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Harri Halldórsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 2, Max Emil Stenlund 2 og Antonie Óskar Pantano 1.

Óskar Þórarinsson stóð í markinu og varði 15 skot.

Seinni leikur dagsins var gegn Eistlandi. Strax var ljóst hvert stefndi: staðan var 12:4 fyrir Ísland í hálfleik og lokatölur 24:14.

Mörkin: Ágúst Guðmundsson 5 mörk, Jens Bragi Bergþórsson 4, Dagur Árni Heimisson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Antonie Óskar Pantano 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Harri Halldórsson 2, Hugi Elmarsson 1 og Nathan Helgi Asare 1.

Í marki Íslands stóð Sigurjón Bragi Atlason og varði hann 10 skot.

Á morgun eru tveir leikir á dagskrá, gegn Svíum og Pólverjum.