Fara í efni
KA

Glæsilegur sigur KA/Þórs á Fram

Martha Hermannsdóttir, til vinstri, gerði átta mörk í dag og Unnur Ómarsdóttir fimm. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Íslandsmeistarar KA/Þórs sigruðu bikarmeistara Fram, 30:27, í Olís deild Íslandsmótsins í handbolta í Reykjavík í dag. Martha Hermannsdóttir var markahæst hjá KA/Þór í dag, gerði átta mörk, öll úr vítakasti.

Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11, en Stelpurnar okkar byrjuðu með látum eftir hlé og gerðu fjögur fyrstu mörkin; komust í 15:13, fljótlega í 24:20 og Framarar náðu aldrei í skottið á þeim eftir það.

Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 8 (8 víti), Aldís Ásta Heimisdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Rut Jónsdóttir 4, Ásdís Guðmundsdóttir 3. Matea Lonac varði 13 skot, þar af 2 víti.

Valur sigraði Stjörnuna 28:22 í Garðabæ í dag og staða efstu liða er því þessi:

  • Fram 18 leikir – 27 stig
  • Valur 18 leikir – 26 stig
  • KA/Þór 17 leikir – 23 stig

KA/Þór á eftir fjóra leiki - ÍBV, HK og Afturelding eiga eftir að koma í KA-heimilið.

Í lokaumferðinni mætast svo Valur og KA/Þór í Valsheimilinu í leik sem gæti skorið úr um hvort liðið kemst beint í undanúrslitin. Tvö efstu lið deildarinnar gera það en næstu fjögur leika um tvö sæti. Lið númer 3 og 6 mætast annars vegar og hins vegar lið númer 4 og 5.