KA
Gauti úr ÍBV í KA, Anna Þyrí og Einar framlengja
03.06.2022 kl. 10:30
Anna Þyrí Halldórsdóttir og Einar Birgir Stefánsson ásamt Haddi Stefánssyni formanni handknattleiksdeildar KA. Mynd af vef KA.
Gauti Gunnarsson, örventur hornamaður úr ÍBV, hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Óðinn Þór Ríkharðsson, sem lék í vinstra horninu í vetur, hefur samið við Kadetten í Sviss.
Gauti, sem er tvítugur, er í landsliði 20 ára og yngri sem tekur þátt í EM í Portúgal 5.-18. júlí næstkomandi.
Þá hafa Anna Þyrí Halldórsdóttir og Einar Birgir Stefánsson samið áfram við KA og KA/Þór. Anna Þyrí er 21 árs en Einar Birgir 25 ára. Bæði leika þá á línu í sókn en eru einnig mjög öflug í vörn.
Nánar hér á heimasíðu KA.
Haddur Stefánsson formaður handknattleiksdeildar KA og Gauti Gunnarsson.