KA
Fyrsti leikur Hauka og KA í dag í Hafnarfirði
22.04.2022 kl. 14:00
Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur allra leikmanna Olís deildarinnar í vetur. Hann verður líklega á fleygiferð í Hafnarfirði í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
KA-menn hefja leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í handbolta í dag, þegar þeir mæta Haukum í Hafnarfirði. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Haukar urðu í öðru sæti deildarinnar en KA-menn í því sjöunda. Liðin mætast öðru sinni í KA-heimilinu á mánudagskvöldið. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslit. Ef liðin þurfa að mætast þriðja sinni verður sá leikur á Ásvöllum í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld í næstu viku.