KA
Fyrsti A-landsleikur Daníels Hafsteinssonar
11.11.2022 kl. 13:56
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Knattspyrnumaðurinn Daníel Hafsteinsson lék í dag í fyrsta skipti fyrir A-landslið Íslands. Miðjumaðurinn öflugi, sem lék mjög vel fyrir KA í sumar, byrjaði á varamannabekknum þegar Ísland tapaði 1:0 fyrir Suður-Kóreu vináttuleik í Hwaseong en kom inn á undir lokin í stað Viktors Örlygs Andrasonar. Daníel lék síðustu 10 mínúturnar.
Daníel, sem fagnar 23 ára afmæli á morgun, tók á sínum tíma þátt í 11 leikjum með landsliði 21 árs og yngri, var með í fimm U-19 landsleikjum og þremur leikjum með landsliði U-16.