KA
Fyrsta mark Nökkva Þeys fyrir Beerschot
Knattspyrnumaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði fyrsta sinni fyrir Beerschot í Belgíu gær, þegar liðið vann Knokke 4:0 í bikarkeppninni. Knokke leikur í næstu deild neðan við Beerschot, þeirri þriðju efstu.
Nökkvi, sem Beerschot keypti frá KA á dögunum, var í byrjunarliðinu í gær og í áberandi hlutverki. Auk þess að skora þriðja mark liðsins lagði hann upp tvö!