Fara í efni
KA

Fyrra mark KA skráð sjálfsmark Ekroths

Peter Oliver Ekroth við marklínuna ásamt Viðar Erni Kjartanssyni þegar boltann rúllar inn í markið og KA nær forystu í úrslitaleiknum í dag. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Fyrra mark KA í bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu gegn Víkingi í dag var upphaflega ýmist skráð á Ívar Örn Árnason eða Viðar Örn Kjartansson í fjölmiðlum enda mjög erfitt að átta sig á þvi af hverjum boltinn fór í markið. Í leikskýrslunni á vef KSÍ var markið fyrst skráð á Ívar Örn en því var breytt í kvöld. Það er nú skráð sjálfsmark varnarmannsins Peter Oliver Ekroth og hlýtur að vera endanleg niðurstaða. Dómarinn ræður eins og venjulega ...

Leikskýrslan

LOKSINS - KA BIKARMEISTARI

Bikarinn á Brekkuna

„Við þráðum þetta meira en þeir“