Fara í efni
KA

Frítt á leik KA/Þórs og ÍR í boði Bílaleigunnar

Markvörðurinn Matea Lonac og samherjar í liði KA/Þórs taka á móti ÍR-ingum í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA/Þór fær ÍR í heimsókn í kvöld í Olís deild kvenna í handbolta, efstu deild Íslandsmótsins. Leikurinn, sem hefst kl. 18.00 í KA-heimilinu, er liður í síðustu umferð mótsins fyrir jól. Hlé er gert jafn snemma og raun ber vitni þar sem landsliðið heldur senn á heimsmeistaramótið sem hefst í lok mánaðarins.

Stelpurnar okkar í KA/Þór eru með fimm stig en lið ÍR með átta, bæði að loknum níu leikjum.

Bílaleiga Akureyrar býður fólki á leikinn og því er sérstök ástæða til þess að hvetja fólk til að fjölmenna og styðja við bakið á hinu unga og efnilega liði í baráttunni.