Fara í efni
KA

Frábær leikur og söguleg stund - KA/Þór í úrslit

Óstjórnleg gleði! Leikmenn KA/Þórs stíga sigurdansinn eftir að sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn var tryggt í fyrsta skipti í sögu kvennahandbolta á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór er komið í úrslit Íslandsmótsins í handbolta eftir eins marks sigur, 28:27, á ÍBV í þriðja leik liðanna í undanúrslitum í KA-heimilinu í dag. Leikurinn var frábær og gríðarlega spennandi. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit því staðan var jöfn, 25:25, eftir hefðbundnar 60 mínútur.

Þetta er söguleg stund því akureyrskt kvennalið hefur aldrei fyrr komist í úrslit Íslandsmótsins í handbolta.

KA/Þór mætir Val í úrslitarimmunni og tvo sigra þar til að verða Íslandsmeistari. Fyrsti leikur liðanna verður í KA-heimilinu næsta miðvikudag, 2. júní, klukkan 18.00. Annar leikurinn verður í Valsheimilinu sunnudaginn 6. júní klukkan 16.30 og sá þriðji, ef með þarf, í KA-heimilinu miðvikudaginn 9. júní klukkan 19.30.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum.

Varnarveggur KA/Þórs varði skot Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur úr aukaksti eftir að leiktíminn var liðinn í framlengingunni - sem leynir sér ekki á myndinni! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.