Fara í efni
KA

Fótboltaveislur KA og Þórs að baki

Úrslitadansinn! Tveir hoppandi kátir drengir í úrslitaleik A-liða á N1 mótinu í dag, þar sem Stjarnan og Breiðablik áttust við. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnuveislunum tveimur, N1 móti KA fyrir stráka í 5. aldursflokki og Pollamóti Samskipa og Þórs fyrir heldra fótboltafólk, er lokið. Sólskinsbros lék um varir flestra á lokametrunum enda veðrið með besta móti og þá skipta úrslit leikja yfirleitt ekki eins miklu máli og þegar á móti blæs, hvort sem er innan vallar og í boði veðurguðanna.

Stjarnan sigraði í keppni A-liða á N1 mótinu að þessu sinni – í argentínsku deildinni eins og keppni bestu liðanna er kölluð – eftir sigur á Breiðabliki í úrslitaleik, 2:0. Þessi sömu félög léku til úrslita í fyrra og þá höfðu Blikarnir betur.

Um 2000 strákar tóku þátt í N1 mótinu í ár og á Pollamóti Samskipa á Þórssvæðinu voru keppendur um 800. Að neðan má sjá nokkrar myndir frá því í dag, laugardag, m.a. úr úrslitaleik Stjörnunnar og Breiðabliks á N1 mótinu.

Heimasíða Þórs

Heimasíða N1 mótsins

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Ármann Hinrik

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Ármann Hinrik

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ljósmynd: Ármann Hinrik