Fara í efni
KA

Fótboltaveislum KA og Þórs lokið

Úrslitaleikur A-liða á N1 mótinu í dag, þar sem Breiðablik sigraði Stjörnuna. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Knattspyrnumenn á öllum aldri hafa verið áberandi á Akureyri síðustu daga, enda um 2000 strákar í 5. flokki að keppa á N1 móti KA og um 800 karlar og konur á Pollamóti Þórs og Samskipa. Báðum mótum lauk í dag með glæsibrag.

Veðurspá var ekkert sérstök en skipti litlu máli þegar til kom því hún rættist ekki! Ekki kom dropi úr lofti í dag heldur skein sólin í léttum andvara svo aðstæður voru eins og best verður á kosið.

Breiðablik sigraði í keppni A-liða á N1 mótinu eftir flottan úrslitaleik við Stjörnuna. Fleiri sigurvegarar voru verðlaunaðir og eins var keppt í nokkrum aldursflokkum á Pollamóti Þórs. Seltirningarnir í Gróttu sigruðu til dæmis í Polladeildinni; þeir eru hér að neðan í myndatöku eftir sigurinn, allir merktir Garðarsson til heiðurs Garðari Guðmundssyni, stofnanda Gróttu, sem er þjálfari sigurliðsins og hefur mætt sem slíkur á öll Pollamót Þórs frá upphafi!

Nánar á morgun - meðal annars myndasyrpur frá báðum mótum.