Fara í efni
KA

Fleiri en nokkru sinni á N1 mótinu - 18 Blikalið!

Breiðabliksstrákar fagna marki á N1 mótinu á síðasta ári. Blikar senda hvorki meira né minna en 18 lið til leiks í ár. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Árlegt N1 mót KA í knattspyrnu fyrir 5. aldursflokk drengja hefst í hádeginu í dag. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara; keppendur að þessu sinni verða 2.150 og liðin 215. Vert er að geta þess að Breiðabliki í Kópavogi sendir hvorki fleiri né færri en 18 lið á mótið!

Keppni hefst klukkan 12.00 og alls verður spilað á 16 völlum, á KA-svæðinu, á Akureyrarvelli (Greifavelli) og í Boganum. Tvo síðustu dagana, föstudag og laugardag, verður eingöngu leikið á KA-svæðinu.