KA
Fjórir Akureyringar koma til greina á HM
16.11.2020 kl. 15:47
Arnór Þór Gunnarsson hefur verið fastamaður í landsliðinu í langan tíma.
Fjórir Akureyringar eru í 35 manna hópi sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta hefur valið og tilkynnti í dag. Úr þessum hópi verða valdir þeir sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í Egyptalandi í janúar.
Tveir Akureyringanna leika í efstu deild í Þýskalandi, Arnór Þór Gunnarsson með Bergischer og Oddur Gretarsson með HBW Balingen-Weilstetten en hinir báðir með liðið Selfoss, þeir Atli Ævar Ingólfsson og Guðmundur Hólmar Helgason.
Aðrir leikmenn í hópnum eru þessir: Alexander Petersson, Arnar Freyr Arnarsson, Aron Pálmarsson, Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Daníel Freyr Andrésson, Daníel Þór Ingason, Elliði Snær Viðarsson, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kritjánsson, Grétar Ari Guðjónsson, Guðmundur Árni Ólafsson, Gunnar Steinn Jónsson, Hákon Daði Styrmisson, Janus Daði Smárason, Kári Kristján Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Magnús Óli Magnússon, Orri Freyr Þorkelsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ómar Ingi Magnússon, Óskar Ólafsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson, Teitur Örn Einarsson, Viggó Kristjánsson, Viktor Gísli Hallgrímsson og Ýmir Örn Gíslason.
Reikna má með að 22 til 24 leikmenn verði í æfingahóp sem kemur saman í janúar en að lokum verða það 20 leikmenn sem fara til Egyptalands.