Fara í efni
KA

Fjórir Akureyringar í landsliði U15

Fjórir Akureyringar eru í landsliði 15 ára og yngri í knattspyrnu, sem mætir Finnlandi ytra í tveimur vináttuleikjum í næstu viku. Þetta eru Elvar Máni Guðmundsson og Ívar Arnbro Þórhallsson úr KA, Þórsarinn Nökkvi Hjörvarsson og Nóel Atli Arnórsson frá AAB í Danmörku. Faðir hans er Arnór Atlason, handboltahetja, aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar, fyrrverandi landsliðsmaður og leikmaður KA.

Smellið hér til að sjá allan leikmannahópinn.