Fara í efni
KA

Fimm leikir framundan hjá KA á 14 dögum

Knattspyrnulið KA verður á ferð og flugi næsta hálfa mánuðinn og spilar á þeim tíma fimm leiki; þrjá í Bestu deildinni og tvo í Evrópukeppninni, annan í Belgíu.

KA átti að sækja Val heim í Bestu deildinni næsta miðvikudag á Hlíðarenda en þar sem KA komst áfram í Sambandsdeild Evrópu var hann færður fram um þrjá daga og verður því á mánudaginn, á frídegi verslunarmanna.

Þá var tilkynnt í dag að úrslitaleik bikarkeppninnar hefði verið seinkað um þrjár vikur. Hann átti að fara fram laugardaginn 26. ágúst en verður ekki fyrr en laugardag 16. september. KA tryggði sér sæti í úrslitum með því að sigra Breiðablik en hinn undanúrslitaleikurinn, viðureign Víkings og KR, fer fram 16. ágúst.

NÆSTU LEIKIR KA

Mánudagur 7. ágúst
Valur – KA 18.00

Fimmtudagur 10. ágúst
Club Brugge - KA 18.00

Sunnudagur 13. ágúst
KA – Breiðablik 16.00

Fimmtudagur 17. ágúst
KA – Club Brugge 18.00

Sunnudagur 20. ágúst
Fram – KA 17.00