Fara í efni
KA

Fimleikafélagið ræðir við KA um sameiningu

Á fundi stjórnar Fimleikafélags Akureyrar (FIMAK) um helgina var ákveðið „út frá hagsmunum FIMAK að hefja samningaviðræður við KA,“ eins og segir á vef fimleikafélagsins í gær.

Næsti fundur FIMAK og KA hefur ekki verið ákveðinn en verður við fyrsta tækifæri, segir á vefnum.

Akureyri.net greindi frá því nýverið að gjaldþrot vofði yfir fimleikafélaginu í vor og sumar vegna mikilla skulda. Akureyrarbær hljóp þá undir bagga með launagreiðslur sumarsins og fastráðnu starfsfólki var sagt upp. Skilyrði af hálfu bæjarins var að félagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Viðræður voru þá hafnar við KA og Þór en sagðar á algjöru byrjunarstigi.

Frétt Akureyri.net um daginn: Fimleikafélagið í raun gjaldþrota

VIÐBÓT – Samkvæmt upplýsingum frá formanni FIMAK hafa allir fjórir starfsmennirnir, sem sagt var upp, nú verið endurráðnir.