KA
Evrópuleikir KA/Þórs í beinni útsendingu
Leikmenn Íslands- og bikarmeistaraliðs KA/Þórs hlýða á Andra Snæ Stefánsson, þjálfara, á æfingu í Elche í gær. Ljósmynd: Elvar Jónsteinsson.
Fyrri leikur KA/Þórs og CB Elche í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta fer fram á Spáni í dag og sá síðari á sama stað á morgun. Báðir leikirnir hefjast klukkan 11.00 að íslenskum tíma.
Leikirnir verða sýndir beint á youtube rás CB Elche. Smellið hér til að horfa.