KA
Enn ein KA-veislan fyrir fótboltastráka
30.06.2021 kl. 14:02
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Hin árlega, risastóra knattspyrnuveisla KA-manna, N1 mótið fyrir 5. flokk stráka, hófst í hádeginu í dag. Þátttakendur eru liðlega 2.500 eins og áður hefur komið fram og gert er ráð fyrir að um 10.000 manns séu komin til bæjarins í tengslum við mótið. Ekki var annað að sjá en allir væru í sólskinsskapi, enda illmögulegt að njóta ekki lífsins í því einstaklega góða veðri sem boðið er upp á og verður alla vikuna.
Akureyri.net leit við á KA-svæðinu í morgun, hér eru nokkrar myndir og verða fleiri eftir því sem líður á mótið.