KA
Elfar Árni semur á ný við KA til tveggja ára
24.10.2022 kl. 15:36
Elfar Árni fagnar sigurmarki sínu gegn ÍBV á KA-vellinum í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er því samningsbundinn félaginu út sumarið 2024. Þetta kemur fram á vef KA.
Elfar Árni, sem er 32 ára, á að baki 163 leiki í deild og bikar fyrir KA. Á vef félagsins segir að hann hafi gert 66 mörk fyrir KA, það síðasta var í 3:0 sigrinum á Stjörnunni í gær og var jafnframt 50. mark Elfars Árna í efstu deild. Þar af eru 38 fyrir KA.
Nánar hér á heimasíðu KA.