Fara í efni
KA

Eitt stig – Þorri skúrkur og hetja

Þorri Mar Þórisson, með hárbandið, eftir að hann jafnaði í uppbótartíma í dag. Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA í leiknum, fagnar félaga sínum að vonum innilega. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA og KR gerðu 1:1 jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag á Akureyri.

KR-ingar komust yfir á 82. mín. þegar Kristján Flóki Finnbogason skoraði úr vítaspyrnu. Þorri Mar Þórisson, hægri bakvörður KA, gerði sig þá sekan um slæm mistök; Kennie Chopart, fyrirliði KR, var með bolt­ann úti á kanti að búa sig undir að senda fyrir markið þegar Þorri Mar togaði Kristján Flóka niður í teignum. Erlendur Eiríksson var nærstaddur, sá atvikið mjög vel og gerði það eina rétta.

Þorri Mar bjargaði svo því sem bjargað varð í uppbótartíma þegar hann jafnaði metin. Fékk boltann á hægri kanti, lék inn á völlinn og skoraði með glæsilegu vinstri fótar skoti utarlega úr teignum. Boltinn söng í netinu, neðst í horninu fjær. Afar vel gert.

Nánar síðar í dag